„Ef einhver gleymir fésbókinni opinni þá er hann í vondum málum, segir Björn Jónasson skipstjóri á Máleynni en skipsverjar á Málmeynni komust í fésbók Björns í nótt með þeim afleiðingum að viðbúnaðarstig var sett í gang í landi þar sem álitið var að þrír ísbirnir væru á sundi norðan af landinu.
„Menn eru hrekkjóttir hér um borð og með húmorinn í lagi en ég held að mönnum hafi ekki grunað að hrekkurinn næði út fyrir borðstokkinn, sagði Björn þegar Feykir náði í hann nú eftir hádegið.
Málmeyin er væntanleg í land á miðvikudagskvöld og tekur þá við jólafrí til 2. janúar. Björn ætti því að fá tíma til þess að huga að hefndum því eins og hann sagði þá verður þessi hrekkur skipsfélaganna geymdur en ekki gleymdur