11. November 2010

Þyrlan varð frá að hverfa vegna veðurs – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA var kölluð út kl. 19:51 í gærkvöldi vegna skipverja sem slasaðist um borð í Sólbak EA-1, vestnorðvestur af Barða. Þyrlan varð að snúa frá vegna veðurs.

Þyrlan fór í loftið kl. 20:46 og var haldið fyrir Snæfellsnes og Látrabjarg og þaðan beint að skipinu. Snjóbylur var á svæðinu og einungis um 200 m skyggni. Vindur var af NA 30-35 hnútar og ölduhæð 5-6 metrar. Vegna aðstæðna var ekki hægt að hífa við skipið og var öryggisins vegna snúið frá en flugmenn höfðu engin viðmið við þessar aðstæður. Haldið var inn á Patreksfjörð og lent kl. 22:35 á hafnargarðinum þar sem beðið var meðan skipið sigldi inn á Önundarfjörð. Ákveðið var eftir samráð við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að halda til Ísafjarðar kl. 23:11 og freista þess að hífa manninn frá borði eftir að skipið væri komið í var.

Þegar komið var inn í Ísafjarðardjúp var aðeins 100-200 metra skyggni og ekki raunhæft að hífa manninn um borð í þyrluna. Var því tekin ákvörðun um að snúa við og taka eldsneyti á Rifi og biðja lækni frá Ísafirði að fara um borð í Sólbak með bát frá Flateyri. Var þá óskað var eftir aðstoð björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Flateyri. Lenti TF-GNA á Rifi kl. 00:46.

 Upplýsingar frá Sólbak fengust um kl. 01:28 að læknir væri kominn um borð í Sólbak og flutningur á sjúklingnum í land og til Ísafjarðar stæði yfir. Var því ákveðið að þyrlan myndi halda til Reykjavíkur þar sem lent var kl. 02:27.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *