Sveinn Arnarsson 2. stýrimaður varð vitni að árásinni og segist honum þannig frá; “Ég var á vettvangi þegar atburðurinn átti sér stað, og það er varla hægt að lýsa þessu með orðum. Ég sat í stólnum þegar Ómar tyllti sér rétt í sófann og það skipti engum togum að ég heyri bara bölvuð læti,skark og miklar stunur. Þegar ég leit við blasti við hryllileg sjón, sófinn hafði yfirhöndina og ég sá einungis undir iljarnar á Ómari, Ég stökk til, og það mátti ekki tæpara standa, Ómar var við það að gefast upp. Það er augljóst að ef ég hefði ekki verið á staðnum, hefði getað farið illa, ég hélt satt að segja að allt væri um seinan” sagði Sveinn að lokum.