Það voru fleiri en Ómar skipstjóri og Dagbjartur sem áttu afmæli í október. Kristinn Már Jónsson, alias Stinni Player átti afmæli 17 október. Lítið fór fyrir veisluhöldum í tilefni dagsins, en afmælisbarnið fékk þó pakka á afmælisdaginn. Skipsfélagar Stinna færðu honum prins póló og nýjan slopp og var ekki laust við að Stinni hafi orðið hræður, þó ekki hafi hann látið bera mikið á því.
Af Stinna er það að frétta að hann er nýkominn úr heljarreisu til Bandaríkja Norður Ameríku, eða New York og ekki er ofsögum sagt að við bíðum spenntir eftir myndum og ferðasögunni. Munum við reyna að gera henni einhver skil hér á síðunni.
Júllinn óskar Stinna til hamingju með daginn!