17. December 2010

147 þúsund tonna makrílkvóti – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur ákveðið að makrílveiði Íslands á árinu 2011 verði 146.818 tonn en kvóti þessa árs var 130.000 tonn. Segir ráðuneytið, að þetta sé sama hlutdeild í makrílveiðunum og var á þessu ári.

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) lagði til að leyfilegur heildarafli næsta árs yrði allt að 646.000 tonn en ráðgjöfin fyrir þetta ár hljóðaði upp á allt að 572.000 tonn. Segir sjávarútvegsráðuneytið, að Jón Bjarnason hafi beint því til hinna strandríkjanna að taka tillit til hlutdeildar Íslands við kvótaákvarðanir sínar með það í huga að heildarveiðar færu ekki fram úr vísindalegri ráðgjöf.

„ESB og Noregur hafa nú tekið ákvörðun um makrílveiði sína fyrir næsta ár og nema þeir samtals 583.882 tonnum eða rúmlega 90% af ráðlögðum heildarafla. Ljóst er af því að þessir aðilar hafa ekki tekið tillit til lögmætra hagsmuna strandríkjanna Íslands og Færeyja né Rússlands. Kvótaákvörðun ESB og Noregs er því í raun og veru ákvörðun um að heildarveiðar á makríl á næsta ári fari fram úr ráðlögðum heildarafla og er fullri ábyrgð vegna þessa vísað á hendur þeim,” segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *