21. September 2010

50 milljarða verðmætaaukning á fimm árum?< skip.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0
Hægt er að auka útflutningstekjur sjávarútvegsins um 50 milljarða króna á fimm árum með ákveðnum aðgerðum, að mati Kristjáns Hjaltasonar ráðgjafa. Þær lúta m.a. að því að auka hlutdeild ferskra afurða, draga úr útflutningi á óunnum fiski, stórauka vinnslu á uppsjávarfiski og fleiru.

Útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða nam 214 milljörðum króna á síðasta ári. Það væri augljóslega til mikils að vinna ef unnt yrði að auka þessi verðmæti um fjórðung á skömmum tíma.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2010, sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku og bar yfirskriftina Hafsjór tækifæra, flutti Kristján Hjaltason ráðgjafi erindi, þar sem hann kvaðst sannfærður um að auka mætti útflutningstekjur sjávarútvegsins um 50 milljarða króna á fimm árum með ákveðnum aðgerðum sem hann tiltók.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *