14. September 2010

8% aflasamdráttur á nýliðnu kvótaári < skip.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Heildarbotnfiskafli íslenskra skipa á nýliðnu fiskveiðiári varð liðlega 490.000 tonn samanborið við 532.000 tonn á fiskveiðiárinu 2008/2009. Þetta er samdráttur upp á tæp 8% milli ára.

Heildarþorskafli sem reiknaður er til kvóta varð 107.000 tonn sem er 2.000 tonna samdráttur frá fyrra ári. Ýsuaflinn minnkaði úr 56.000 tonnum í 43.000 tonn.

Verulegur samdráttur var einnig í uppsjávarafla eða úr 707.000 tonnum í 565.000 tonn. Mestu munaði um það að veiðar á íslenskri sumargotssíld urðu einungis 48.000 tonn á móti 153.000 tonnum á fiskveiðiárinu 2008/2009.

Umtalsverður samdráttur var einnig í kolmunna og norsk-íslenskri síld.

Hins vegar varð mikil aukning í rækjuveiðum á nýliðnu fiskveiðiári. Þá veiddust rúmlega 7.000 tonn á móti 4.000 tonnum á kvótaárinu á undan.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *