Júlíus Geirmundsson ÍS 270 lagði úr höfn kl 16.00 í dag miðvikudaginn 4 ágúst eftir langa inniveru. Eftir að makríltúr lauk 26 júlí sl. hefur verið frí hjá skipverjum fram að þessu, en nú tekur alvaran við. Stefnt er í átt að Víkurálnum og skal reyna við ufsa og karfa eftir því sem heimildir herma. Áætlað er að þessi veiðiferð taki 31 dag og komið verði í land þann 5 september nk.
Ekki er annað að sjá og heyra að allir skipverjar komi þokkalega vel undan verslunarmannahelginni, allir furðanlega heilir á sál og líkama. En við munum taka púlsinn á hvað skipverjar gerðu sér til dundurs þessa nýliðnu verslunarmannahelgi.
En við höldum sælir og glaðir til sjós, þótt söknuður sé eftir ástvinum….