29. October 2011

Á leið austur fyrir land.

  • by fg
  • 13 Years ago
  • 0

Júlíus Geirmundsson ÍS 270 lagði úr höfn í Reykjavík eftir nokkurra vikna slipp sl. föstudagskvöld 22 okt. Stefnan var sett á Ísafjörð þar sem vírar og veiðarfæri voru tekin um borð. Á sunnudagsmorguninn var síðan haldið til veiða og trolli kastað á halanum í framhaldi af því. Þokkalegt kropp var en þegar líða tók á vikuna kom bræla sem spár segja að standi langt fram í næstu viku. Júlíus sigldi þá austur og þegar þetta er skrifað erum 6 tíma stím eftir en þá verður skipið komið austur fyrir Langanes. Sjólag lagast eftir því sem austar dregur. Mannskapurinn hefur það fínt en mikið hefur mætt á vélstjórunum þar sem ansi margt hefur bilað en slíkt gerist oft eftir slipp. Hefur þeim tekist að sjá við öllum bilunum hingað til og sannast hið fornkveðna að gott er að eiga góða að…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *