22. October 2010

Á sjó í næstum hálfa öld

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Ómar við tertuhlaðborðið

12 október sl. átti skipstjórinn okkar Ómar Ellertsson afmæli, og er hann á besta aldri. Kokkurinn tók sig til og eldaði uppáhaldsmatinn hans og setti síðan á aragrúa af  skonsutertum með allskyns gúmmelaði í tilefni dagsins. Magnið af tertunum var það mikið að það dugði langt fram í vikuna.

Ómar skipstjóri er búinn að vera til sjós í nærri hálfa öld, þar af hjá sömu útgerðinni sl 42 ár. Hann hefur verið á öllum þeim skipum sem borið hafa nafnið Júlíus Geirmundsson en þau hafa verið 4 í gegnum tíðina.

Júllinn óskar Ómari til hamingju með daginn!

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *