18. October 2012

Aðalfundur Baadermanna á Júlíusi.

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Sú staða kom upp í þessari veiðiferð að allir þeir er starfa við umsjá fiskvinnsluvélanna hér um borð, þeas Baadermennirnir voru um borð á sama tíma. Þetta voru þeir Gestur, Ingibjartur, Friðrik og Benedikt.  Þótti við hæfi að kalla saman aðalfund Baadermanna um borð og ræða þau mál er hæst báru í umönnun vélanna. Ljósmyndari Júllans átti leið hjá og smellti mynd af þessum mektarmönnum en þeir rétt gáfu sér tíma til að líta upp frá umræðunum. Niðurstöður fundarins liggja nú fyrir og eru til skoðunar en alls óvíst er hvort hægt verði að birta niðurstöðurnar, fyrr en ríkisendurskoðun hefur skoðað þær…..ef hún verður þá til?

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »