Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS 270 kom til Ísafjarðar á sunnudag með 250 tonn af afurðum eftir fjögurra vikna veiðiferð. Áætlað verðmæti aflans er um 190 milljónir króna, en uppistaðan var þorskur og grálúða sem fékkst á Vestfjarða miðum. Í veiðiferðinni var Júlíus eina viku fyrir austan land vegna slæms veðurs á Vestfjarðamiðum. Þorskurinn fer á Bretlands- og Ameríkumarkað en grálúðan fer á Asíumarkað. Skipstjóri í túrnum var Ómar Ellertsson en í áhöfn eru 25 manns.
Aflaverðmæti Júlíusar Geirmundssonar það sem af er þessu ári er hátt í 1,5 milljarðar króna. Togarinn heldur til veiða á fimmtudaginn og er áætlað að hann komi til heimahafnar á Þorláksmessu.
Tekið af bb.is