1. November 2011

Afmælisbörn þessarar veiðiferðar….

  • by fg
  • 13 Years ago
  • 1

Ómar kjammsar á afmælismatnum....mynd: ms

Ómar Helga á afmæli í dag 1 nóvember á allraheilagamessu. Það er til siðs hér um borð að afmælisbörnin fái að velja hvað er haft í matinn á afmælisdeginum þeirra og öllum til mikillar furðu valdi Ómar að fá svið í matinn. Mæltist það misjafnlega fyrir hjá mannskapnum…en aldrei er hægt að gera svo öllum líki. Heyrst hefur á göngunum að Ómari hafi lengi langað að stíga á svið, en fram að þessu bara þurft að sætta sig við að borða svið….eða þannig!

Aðrir sem eiga afmæli í þessari veiðiferð eru Óli Skúla en hann á afmæli 2 nóvember, á morgun og Friðrik sem á afmæli 13 þessa mánaðar…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

1 Comment Already

  1. ómari þykir rolluhausar góðir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *