13. January 2011

Áhersluatriðin í komandi samningum sjómanna.

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 3

Í vari undir Látrabjargi ljósm: fgigja

Á fundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga og fulltrúa LÍÚ sem fór fram í dag voru kröfur sjómanna lagðar fram.  Þær eru eftirfarandi:

Áherslur sjómanna í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga vegna endurnýjunar kjarasamnings ASV við LÍÚ.

Áhersluatriði:

  • Vestfjarðasamningur ASV haldi áfram gildi sínu.
  • Uppsagnarfrestur undirmanna lengdur  – ákvæði um viku uppsagnarfrest falli út.
  • Endurmenntunargjald 0,20% af launum verði greitt af útgerð. Sjómönnum verði auðveldað að stunda nám út á sjó.
  • Fæðispeningar – útgerð sjá áhöfn fyrir fríu fæði eða til komi verulega hækkun fæðispeninga – skoðaður verði möguleiki til dagpeningagreiðslna.
  • Hafnarfrí :
  1. Tryggja hafnarfrí frá kl.12.00 á hádegi á föstudegi fyrir sjómannadagshelgi  til kl.12.00 á hádegi mánudag eftir sjómannadag.
  2. Sjómönnum á ísfisktogurum verði tryggt jólafrí frá kl.12.00 á hádegi 22.desember til kl.24.00 annan í jólum ár hvert.
  3. Sjómönnum á öðrum bátum og skipum verði tryggt jólafrí frá kl.12.00 á hádegi 22.desember til kl.14.00 þann 2.janúar ár hvert.
  • Áunnun réttindi flytist milli skipa og útgerða.
  • Réttindi afleysingamanna tryggð í ráðningarsamningi.
  • Endurskoðun slysatrygginga sjómanna verði lokið.

Launaliðir:

  • Hækkun kauptryggingar– hjá háseta verði kauptrygging 310 þús. á samningstíma.
  • Sjómannaafsláttur verði greiddur af útgerð.  Sjómannaafsláttur verði samræmdur við nágrannalönd okkar,  skoðaður verði möguleiki á að taka upp fjarvistarálag.
  • Starfsaldursálag hækki 
  • Útgerð útvegi hlífðarfatnað á eigin kostnað eða fatapeningar hækki að óbreyttu um 22 %
  • Olíuverðsviðmið verði fellt út
  • Ákvæði um lækkun skiptaprósentu á nýjum skipum falli út
  • Orlofsréttur verði tengdur lífaldri
  • Frystiálag hækki
  • Undirmönnun bönnuð
  • Önnur sérákvæði kjarasamnings ASV haldi eftir því sem við á

Samningstími:

  • Ræðst af niðurstöðu viðræðna og forsendum þeirra.
  • Verkalýðsfélag Vestfirðinga áskilur sér rétt til að leggja fram frekari kröfur ef viðræður þróast á þann veg. 
  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

3 Comments Already

  1. Þetta dæmi gegnur ekki upp því miður eitthverstaðar verða mörkinn set.

  2. Mörkin hafa þegar verið sett, að sjómenn taki í ríkari mæli þátt í kostnaði útgerðarinnar.

  3. Frí um sjómanna dag er í dag 72klst. kom inn í samningum 1995 en aukasólahringnum má skifta eftir því hvað hentar. en áhöfn á að vera kominn í frí í síðastalagi kl 12 á laugard. og vera í fríi til amk 12 á mánud

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *