Núna framundan eru Fiskidagurinn mikli á Dalvík og hinsegin dagar í Reykjavík, sem endar með mikilli göngu samkynhneigðra um götur borgarinnar. Því vill Júllinn koma því á framfæri að allir dagar hér eru fiskidagar, ef ekki úr sjónum þá á borðum.
Og þar sem farin verður GayPride ganga á Íslandi munum við skipverjar hér á Júlíusi fara í svokallaða GagnkynGöngu hér um skipið til að minna á málstað gagnkynhneigðra. Gangan hefst um kl 13.00 á morgun laugardag og gengið verður úr stakkageymslunni, inn vinnslusalinn, uppá trolldekk, þaðan uppá bátaþilfar og síðan straujað sem leið liggur í brúnna. Eftir stutt stopp þar verður síðan haldið niður tröppurnar og sem leið liggur í borðsalinn þar sem kokkurinn mun bjóða uppá léttar veitingar. Mun Júllinn að sjálfsögðu birta myndir frá göngunni sem er hin fyrsta sinnar tegundar hér við land svo vitað sé. Gaman væri að frétta ef aðrar göngur undir sömu formerkjum færu fram annarsstaðar.
Sælir strákar,ég ætla að vona að Gutti fari fyrir göngunni með pungbindi og málaðar “rasskinnar” kveðja frá Noregi.