“Allir velkomnir í athvarfið”

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 0

Þó það hafi ekki farið hátt þá er rekið hér um borð athvarf fyrir þá sem eru mjög kulsæknir. Gárungarnir kalla það “bílskúrinn”…Eru þar aðallega Skepnufirðingar sem þangað leita  og aðspurður sagðist forstöðumaðurinn Óli Ben netamaður  bjóða alla velkomna í athvarfið, en Dýrfirðingar þó sýnu velkomnastir. Þetta er enginn rasismi, Dýrfirðingar eru bara dásemdarfólk, og það verður að hlúa vel að þeim, uppá framtíðina að gera. Í athvarfinu er gott að vera, þar er oftast heitasti staðurinn á dekkinu og gríðargott að kríulappa þarna framundir ef svo ber undir. Aðspurður sagði Óli að oft væri þröng á þingi í athvarfinu, sérstaklega þegar frostið herjaði á dekkmennina.  “Þá er gott að hafa athvarf” sagði Óli og glotti….

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *