21. November 2012

Ályktun frá Nemendafélagi Stýrimannaskólans í Reykjavík

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Nemendafélag Stýrimannaskólans í Reykjavík leggst alfarið gegn áformum LÍÚ, um að lækka laun sjómanna til þess að greiða svokallað sérstakt veiðigjald. Okkur í Nemendafélagi Stýrimannaskólans finnst harkalega að okkur sjómönnum vegið, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að mjög margir sjómenn tóku þátt í mótmælum með útvegsmönnum, á Austurvelli í júní fyrr á þessu ári.  Frá okkar bæjardyrum séð eru útgerðir vel aflögufærar, en eins og alþjóð veit þá hafa mörg útgerðarfélög skilað gríðarlegum hagnaði undanfarin 2-3 ár.

Í 10.grein umrædds frumvarps segir svo:

„Renta reiknast sem söluverðmæti afla eða afurða að frádregnum annars vegar rekstrarkostnaði vegna veiða og vinnslu, öðrum en fjármagnskostnaði og afskriftum rekstrarfjármuna, og hins vegar reiknaðri ávöxtun á verðmæti rekstrarfjármuna.“[1]

Allur rekstrarkostnaður og þar með talinn launakostnaður útgerðar kemur til frádráttar sérstöku veiðigjaldi og því hlýtur eftirfarandi fullyrðing að dæmast ómerk: ,,að útgerðinni sé gert að greiða  laun af þeim hluta aflaverðmætis sem að ríkið tekur til sín í formi veiðigjalda.“[2]

Við biðjum alla sjómannastéttina um að standa saman gagnvart þessu óréttlæti.

Ályktun samþykkt á stjórnarfundi félagsins þann 9.nóvember 2012.

Nemendafélag Stýrimannaskólans í Reykjavík



[1] Vefsíða Alþingis: (www.althingi.is/altext/140/s/1053.html) ; Skoðað 8.nóvember 2012

 

[2] Vefsíða Landssamband íslenskra útvegsmanna: (www.liu.is/frettir/nr/1623) Skoðað 8.nóvember 2012.

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »