7. December 2010
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • BB.is – Frétt – Bolvíkingar í sjávarháska í Noregi

BB.is – Frétt – Bolvíkingar í sjávarháska í Noregi

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Tveir af þremur skipverjum sem lentu í sjávarháska við Noreg í gærmorgun eru frá Bolungarvík að því er fram kemur á fréttavefnum vikari.is. Það eru þeir Guðmundur Kr. Albertsson og Almar Ásgeirsson. Þriðji Bolvíkingurinn er einnig í áhöfn bátsins en var ekki á sjó í gær.

Morgunblaðið fjallaði um slysið í morgun og talaði við Bjarna Sigurðsson, eiganda bátsins Sögu sem fékk brotsjó á sig undan ströndum N-Noregs.

„Veðrið var ekki svo slæmt, kaldaskítur að sunnan en var að bæta í vindinn. Þeir lentu í rosalega stórri öldu og þetta var eins og að sigla á klett, alveg þverhnípt. Það dugði ekki að slá af þegar skipstjórinn sá ölduna koma,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið.

Þrír voru um borð og björguðust þeir allir um borð í þyrlu. Báturinn sökk ekki heldur maraði í kafi og var stór dráttarbátur fenginn til þess að draga hann í land. Að sögn Bjarna er báturinn mikið skemmdur en aflinn um borð, 10 tonn, var í lagi.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *