BB.is – Frétt – Makrílveiðar með paratrolli

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Ísfisktogararnir Stefnir ÍS og Páll Pálsson ÍS halda brátt á makrílveiðar þar sem þeir munu veiða saman með svokölluðu paratrolli. „Þetta er trollið sem Júlíus Geirmundsson var með en þeir eru svo litlir bræðurnir að þeir ráða ekki við það einir,“ segir Einar Valur Kristjánsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal sem gerir út togarana. Einar Valur segir svona paratroll algeng. „Þetta er alveg þekkt og sérstaklega erlendis. Þetta er sérstaklega notað þegar veiða á síld og einnig ufsa.“ Stefnt er að því að skipin hefji veiðar fyrir 10. ágúst en þau hafa tæplega 230 tonna kvóta.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *