5. November 2010
  • Homepage
  • >
  • Fréttir
  • >
  • BB.is – Frétt – Segir aðför að undirstöðu atvinnugreininni óskiljanlega

BB.is – Frétt – Segir aðför að undirstöðu atvinnugreininni óskiljanlega

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0
  „Hvað mönnum gengur til með aðför að þessari undirstöðuatvinnugrein okkar er fullkomlega óskiljanlegt,“ segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, í grein sem birtist í nýjustu Fiskifréttum. „Það er hreinlega með ólíkindum að þetta annars ágæta fólk geti mánuðum saman lifað við þá fullkomnu sjálfsblekkingu að þau séu að heilum hug að vinna að aukinni sátt um stjórnkerfi fiskveiða þegar grundvallarbreytingin sem barin skal í gegn, hvað sem tautar og raular, kristallast í því að skerða kjör sjómanna og annarra þeirra stétta sem tengjast sjávarútvegi,“ segir forseti FFSÍ þar sem hann hörðum orðum um vinnubrögð sjávarútvegsráðuneytisins í ýmsum málum og þær hugmyndir sem ráðherra hefur nýverið kynnt. Árni segir með þessu grafið undan kjörum sjómanna og annarra stétta sem starfa að sjávarútvegi.

 

„Ofurtrú á trillu og smábátavæðingu á einu erfiðasta hafsvæði í veröldinni, snurvoðaflotinn tekinn af lífi án nokkurra raka. Skötuselurinn. Rækjan gefin frjáls þegar loks fór að líta út fyrir að mögulegt væri að gera út á þann veiðiskap án þess að um mígandi hallarekstur væri að ræða. Allir sendir á makríl, margir hverjir án þess að vera á nokkurn hátt í stakk búnir til þess að stunda þær veiðar af einhverju viti eða skynsemi,“ segir Árni einnig í greininni. 

Árni gagnrýnir einnig viðbrögð ráðherra við niðurstöðu sáttanefndar ráðuneytisins. „Þorri þeirra sem í nefndinni sátu skiluðu af sér því sem óskað var eftir. Sáttatillögu sem menn töldu vænlega til mun víðtækari sáttar en verið hefur. Ef hann væri samkvæmur sjálfum sér í því að vilja í einlægni nálgast þjóðarsátt, þá færi hann að sjálfsögðu eftir tillögum nefndarinnar. Ekki er með neinu móti hægt að merkja að það standi til, heldur er miklu fremur engu líkara en að markmiðið felist í því að ná sátt við þá þjóðfélagsþegna sem hafa lifibrauð sitt af öðru en sjávarútvegi og sýna þá þeim sem í greininni starfa puttann í leiðinni.“ 

Skýrslan í heild

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *