BB.is – Skipstjóri Vestra BA tekjuhæstur

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Jón Árnason, skipstjóri á Vestra frá Patreksfirði er tekjuhæsti sjómaðurinn á Vestfjörðum samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Meðal mánaðartekjur hans á síðasta ári námu 1.692 þúsundum króna. Á listanum sem nær bæði yfir sjómenn og útgerðarmenn er Jakob Valgeir Flosason útgerðarmaður næstur Vestfirðinga með 1.541 þúsund að meðaltali á mánuði. Næstur kemur Ómar Ellertsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni ÍS með 1.455 þúsund á mánuði. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG í Hnífsdal er með 1,452 þús. á mánuði samkvæmt tekjublaði Mannlífs og Páll Halldórsson, skipstjóri á Páli Pálssyni ÍS er með 1.381 þúsund á mánuði samkvæmt Frjálsri verslun.

Í tekjublaði Mannlífs er Skjöldur Pálmason, framleiðslustjóri Odda hf., á Patreksfirði sagður hafa 959 þúsund á mánuði, Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri HG er með 885 þúsund á mánuði og Teitur Björn Einarsson, útgerðarmaður á Flateyri er með 479 þúsund á mánuði.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *