Er blaðamaður Júllans átti leið upp í brúna eitt kvöldið rak hann í rogastans er hann leit í átt að brúargluggunum. Var varla hægt að sjá þar út fyrir stígvélum sem skipverjar höfðu komið þar fyrir í von um glaðning frá jólasveininum. Eitthvað virðast heimtur hafa verið dræmar, því skipverjar hafa verið óvenju fámálir og afskiptir undanfarna daga.
Þykist blaðamaður nú vita ástæðuna. Vonandi á sveinki samt leið hingað útá sjó með glaðning handa áhöfninni, því þá mega jólin koma…..:)
vonandi fá þeir eithvað í stígvélið.