Beinhákarl á sundi í Súðavíkurhöfn – mbl.is

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 0
Súðvíkingar ráku upp stór er þeir áttu leið hjá Súðavíkurhöfn í gær þar sem beinhákarl synti af kappi. Á suðlægari slóðum er það ógnvekjandi sjón þegar hákarlsuggar sjást koma upp úr sjónum en beinhákarlar eru meinlausir enda lifa þeir á svifi.

 Hákarlinn var á svamli í Álftafirðinum og synti alveg upp að grjótgarðinum við Súðavíkurhöfn. mynd/Þórður Sigurðsson

„Hellingur af fólki kom saman á höfninni og fylgdist með en beinhákarlinn synti alveg upp að grjótgarðinum,“ segir Frosti Gunnarsson hafnarvörður í Súðavík.

Beinhákarl er næst stærsta fisktegund í heimi. Þessir risavöxnu fiskar verða um 10 metra langir og vega 3-4 tonn. Áætlað er að hákarlinn í Súðavík hafi verið 5-6 metra langur.

Beinhákarlar sjást oft á sveimi í yfirborði sjávar, stundum allnærri landi með bakuggann og sporðinn upp úr sjó. Aðalútbreiðslusvæði hans er fyrir sunnan Ísland. Beinhákarl heldur sig einn sér eða í torfum, sem geta verið 50-250 dýr. Aðspurður segir Frosti að hann hafi aðeins orðið var við þennan eina í gær.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *