Guðmundur Överby eða Baddi eins og hann er gjarnan kallaður um borð í Júlíusi Geirmundssyni komst í hann krappann um daginn. Hann var í blóðgun og tókst á við boltaþorsk sem lét öllum illum látum. Tókust þeir á í langan tíma en svo fór þó að lokum að Baddi náði yfirhöndinni og blóðgaði kvikindið. En Baddi slapp ekki óskaddaður frá þessum hildarleik. Í öllum látunum skar hann sig í þumalinn svo blæddi undan. Varð hann að hverfa af vettvangi og láta hlúa að sárinu sem taldist vera örlítil skinnspretta. Veigar stýrimaður tók á móti Badda er hann kom í stakkageymsluna, leit á sárið og sagði,” hvaaa, þetta er bara smotterí Baddi minn, hérna er plástur og svo skal ég kyssa á bágtið” “Og ef þú verður þægur þá færðu Pepsi Max á eftir”
Baddi hélt aftur í blóðgun himinsæll með þetta allt saman og kennir sér enskis mein…. Honum líður eftir atvikum….
Ekki þótti ástæða til að kalla út þyrlu vegna atviksins
ÞAÐ ER GOTT AÐ HAFA VEIGAR UM BORÐ HANN ER HÁLFGERÐUR DR.