Betur fór en á horfðist…

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 1

Myndin sýnir Badda og þumalinn sem var plástraður….

Guðmundur Överby eða Baddi eins og hann er gjarnan kallaður um borð í Júlíusi Geirmundssyni komst í hann krappann um daginn. Hann var í blóðgun og tókst á við boltaþorsk sem lét öllum illum látum. Tókust þeir á í langan tíma en svo fór þó að lokum að Baddi náði yfirhöndinni og blóðgaði kvikindið. En Baddi slapp ekki óskaddaður frá þessum hildarleik. Í öllum látunum skar hann sig í þumalinn svo blæddi undan. Varð hann að hverfa af vettvangi og láta hlúa að sárinu sem taldist vera örlítil skinnspretta. Veigar stýrimaður tók á móti Badda er hann kom í stakkageymsluna, leit á sárið og sagði,” hvaaa, þetta er bara smotterí Baddi minn, hérna er plástur og svo skal ég kyssa á bágtið” “Og ef þú verður þægur þá færðu Pepsi Max á eftir”

Veigar og Baddi með kók og Pepsi Max…

Baddi hélt aftur í blóðgun himinsæll með þetta allt saman og kennir sér enskis mein…. Honum líður eftir atvikum….

Ekki þótti ástæða til að kalla út þyrlu vegna atviksins

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

1 Comment Already

  1. ÞAÐ ER GOTT AÐ HAFA VEIGAR UM BORÐ HANN ER HÁLFGERÐUR DR.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *