Bindivélin í verkfall!

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 1

Kristján leitar sátta

Þau tíðindi gerðust í dag að bindivélin fór í verkfall. Neitaði hún að halda áfram sinni vinnu, nema hún fengi mannsæmandi viðhald, klapp og umhyggju. Áhöfnin sendi sáttasemjara sinn Kristján Sigmundsson á vettvang til að tjónka við hana.

Í samtali við Júllann sagði Kristján að staðan í augnablikinu væri viðkvæm…en sagðist vongóður um að sættir næðust og hægt væri að slá úr tækjunum, á vaktinni.

Aðspurð sagðist bindivélin vera ósátt við sína stöðu, það væri mikið álag á henni, og henni fannst sér sýnd ákveðin lítilsvirðing, því þegar hún væri þrædd, þá bara klifruðu menn bara uppá sig eins og ekkert væri.  Og það væri óþarfi að troða kössunum í sig…hún tæki endalaust við svo framarlega að menn færu vel að henni. Ef ekki,  þá væri hún bundin í báða skó og myndi neita að vinna, svo einfalt væri það.

Síðustu fréttir eru þær að sættir tókust, en Kristján sáttasemjari taldi að það hefði staðið tæpt…en sagðist finna fyrir sáttatón í vélinni. Fljótlega fóru að heyrast gamalkunnug hljóð sem við þekkjum er vélin vinnur sína vinnu og brosviprur og ánægjusvipir sáust víða….

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

1 Comment Already

  1. strákarnr ættu að knúsa vélina oftar hún er búin að þjóna þeim í mörg ár ég þekki þessa bindivél mjög vél.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *