Blaðamannafélag Íslands hefur hafnað umsókn ritstjóra Júllans um inngöngu í félagið. Ástæða þess er sögð sú að ritstjórinn hafi ekki hluta af framfærslu sinni fyrir fjölmiðla.
Þar sem vefurinn Júllinn.is er rekinn í sjálfboðavinnu, er erfitt að hafa framfærslu af því, enda bara gert af áhuga, vilja og til skemmtunar. Í Blaðamannafélagi Íslands eru líka ljósmyndarar og þeir sem starfa við vefmiðla, meðlimir og þar sem ritstjórinn gerir allt þetta, ritstýrir, myndar, og skrifar veffréttir, þá er þetta undarleg ákvörðun BÍ
Blaðamaður Júllans reyndi ítrekað að ná sambandi við ritstjórann og fá viðbrögð hans við þessari höfnun, en tókst ekki. Hermt er að hann liggi undir feldi og íhugi stöðu sína.
Júllinn mun áfram reyna ítrekað að ná sambandi við ritstjóra sinn og fá viðbrögð hans….
ljósmyndari júllans mun kanna málið enn frekar og ræða við stjórnendur blaðsins.