Mánudaginn sl. var bolludagur og landsmenn renndu niður ótölulegum fjölda af þessum lystisemdum. Skipverjar Júlíusar hafa löngum þótt á undan öðrum og sannaðist það áþreifanlega nú um daginn, en hér um borð var bolludagur fyrir viku síðan!!! Dagi kokkur var ekki alveg með´etta og hélt að bolludagurinn væri mánudaginn 13 feb og fengu þá áhafnarmeðlimir að úða í sig rjómabollum sem mest þeir máttu….eins og myndirnar sýna.
En þegar kom að bolludeginum sjálfum sem var sl mánudag 20 feb þá voru allar bollur búnar en Dagi dó ekki ráðalaus. Hann tók sig til og sauð kjötfarsbollur, svo ekki varð um hann sagt að menn fengju ekki bollur þennan dag.
Eins og myndir sýna voru kjötfarsbollurnar skreyttar með viðeigandi hætti, og þóttu bara bragðast þokkalega vel…En látum myndirnar tala sínu máli.
Elsku drengurinn hennar mömmu hefur aldrei dáið ráðalaus og á það örugglega ekki eftir. En bestu kveðjur til ykkar allra og gott að allir eru glaðir og búnir að fá bollur og guð veri með ykkur. 🙂
Hello My Friend,
Nice to see you after so many years! Regards and all the best!