13. January 2011

Bölvuð ótíð….

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Það verður ekki annað sagt en að veiðar gangi illa þessa dagana hjá Júlíusi Geirmundssyni ÍS og er þar einungis veðri að kenna. Eins er ástatt hjá öðrum skipum á svipuðum slóðum.  Óhætt er að segja að það sé bévítans ótíð og lítið hægt að vera að útaf veðri.  Ekkert lát virðist vera á veðrinu, spár segja vind aukast ef eitthvað er og lítill friður í nánd, sennilega ekki fyrr en um helgi.

Menn gera sér ýmislegt til dundurs, horfa á sjónvarp, sumir læra í fjarnámi og aðrir spila tölvuleiki. Svo eru þeir sem virðast geta sofið útí eitt, svokallaðar Þyrnirósir og víst er að tíminn líður hraðar hjá þeim en öðrum.

Hér eru hins vegar allir hressir þrátt fyrir brælur og  bíða menn óþreyjufullir eftir að geta hellt sér af fullum krafti í fiskiríið og að veðrið gangi niður.

Meðfylgjandi mynd tók Magnús Snorrason.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *