Bylting í viðgerðum!

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Það hefur ekki farið framhjá mönnum hér um borð að nýjar aðferðir við að gera við það sem bilar hefur skotið upp kollinum. Það verður að segjast að það má kallast algjör bylting í viðgerðum og léttir vélstjórum til muna þær viðgerðir sem upp koma. Nýjung þessi byggist á svokallaðri “fötutækni” en í stuttu máli sagt þá er fata sett undir eða í nálægð við það sem þarfnast viðgerðar og viti menn, það svínvirkar!

Í framhaldi af þessu og til heiðurs hinni nýju fötutækni er ekki lengur notað orðatiltækið, ekki er loku fyrir það skotið, heldur er hið nýja orðatiltæki: Ekki er fötu undir það skotið… Að sögn vélstjóranna Kristjáns og Óla er þetta þvílíkur munur að annað eins hefur ekki komið upp í heimi viðgerðavísindanna um áratuga skeið. Hugsa menn sér gott til glóðarinnar og horfa til þess að öll vinna verði léttari og skemmtilegri með tilkomu fötutækninnar.

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *