,,Veiðarnar gengu mjög vel. Það var makríll mjög víða en við tókum okkar afla í Jökuldjúpinu. Við vorum með sérútbúið troll frá Hampiðjunni og það virkaði mjög vel,“ segir Ægir Franzson, skipstjóri á frystitogaranum Þerney RE, í frétt á heimasíðu HB Granda . Ægir var með skipið á makrílveiðum nú í júlímánuði.