Júllinn.is óskar landsmönnum öllum gleðiegs sumars með þökkum fyrir veturinn… Njótið sumars og vonandi mikillar sólar svo og mikils afla! Þessi mynd er tekin á Tenerife þar sem áhöfn hefur og mun njóta sólar….:)
Nú er Júlíus Geirmundsson kominn aftur í slippinn en þá verður öxull, skrúfa og stýri sett á sinn stað og skipið því laust við tappann góða. Ef allt gengur vel ætti skipið að komast á veiðar fljótlega eftir helgi
Eins og þessi mynd sýnir er auðsjáanlega mikið að gera hjá Bjössa reddara og Kristjáni Yfirvélstjóra í slippnum. Það hvílir mikið á þeirra herðum og í mörg horn að líta.
Nú er verið í óða önn að klára að mála skipið í slippnum og eins og myndin sýnir þá eru línurnar í lagi. Yfirhalningin á vélum og skrúfubúnaði eru í fullum gangi og gengur þokkalega.