Category: Fréttir-stor

Gleðilegt sumar!

  • by fg
  • 11 Years ago
  • Comments Off
Júllinn.is óskar landsmönnum öllum gleðiegs sumars með þökkum fyrir veturinn… Njótið sumars og vonandi mikillar sólar svo og mikils afla! Þessi mynd er tekin á Tenerife þar sem áhöfn hefur og mun njóta sólar….:)

Júllinn upp aftur…

  • by fg
  • 11 Years ago
  • Comments Off
Nú er Júlíus Geirmundsson kominn aftur í slippinn en þá verður öxull, skrúfa og stýri sett á sinn stað og skipið því laust við tappann góða. Ef allt gengur vel ætti skipið að komast á veiðar fljótlega eftir helgi

Mikið að gera….

  • by fg
  • 11 Years ago
  • Comments Off
Eins og þessi mynd sýnir er auðsjáanlega mikið að gera hjá Bjössa reddara og Kristjáni Yfirvélstjóra í slippnum. Það hvílir mikið á þeirra herðum og í mörg horn að líta.

Stjórnarflokkarnir þurrkast út! Skoðanakönnun Júllans.is

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off
Nú eru aðeins nokkrir dagar til alþingiskosninga og því við hæfi að birta eina skoðanakönnun er gerð var hér um borð í dag, mánudag 22 apríl 2013. Úrtakið voru 24 skipverjar sem staddir eru um borð og var kjörsókn með eindæmum góð eða tæp 96% sem er afar gott.
Page 1 of 1112345 » 10...Last »