Það vill svo skemmtilega til að kokkurinn okkar hann Jón B Hermannsson á afmæli í dag. Það er til siðs að afmælisbörnin fái að velja það sem er í matinn á afmælisdaginn sinn og tók Nonni á það ráð að elda kótilettur og lærissneiðar ofan í mannskapinn.