Eins og fram hefur komið hér á síðunni gerðist það að pallur sá er menn standa við hausara lenti í miklum hremmingum. Önnur undirstaðan undir pallinum var við það að gefa sig og ef ekki hefði verið fyrir snarræði Kristjáns vélstjóra, sem sauð undirstöðuna fasta aftur, hefði getað farið illa.