Þau stórtíðindi bárust hingað um borð í gegnum samskiptavefinn Facebook að okkar ástsæli Jónas Eyjólfur Jónasson hefði tekið þá afdrifaríku ákvörðun að hætta að reykja. Brutust út mikil fagnaðarlæti meðal skipverja því menn sjá fram á mun betra loft í stakkageymslunni hér eftir.