Nú nýlega var stofnaður saumaklúbbur um borð í Júlíusi, sem samanstendur af nokkrum skipverjum úr áhöfn skipsins. Tilurð þessa klúbbs er tilkomin vegna þess að um borð er komin saumavél sem notuð er til að sauma fyrir poka þá er notaðir eru undir hausa, en þeir eru nú hirtir af miklum móð.