Nýlega við reglubundið eftirlit um borð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS rákust menn á dularfulla fartölvu um borð sem enginn vildi kannast við. Hún fannst líka á frekar undarlegum stað, þeas undir brúnni þar sem allar leiðslur og tengingar liggja og eru uppi hugmyndir um að fartölvu þessari hafi verið komið þarna fyrir í annarlegum tilgangi.
Fljótlega vöknuðu grunsemdir um að fartölva þessi hafi verið notuð til að hlera samskipti áhafnarmeðlima við alla utanaðkomandi, eða hlera aflafréttir, og var mikill kurr meðal áhafnarmeðlima en þegar betur var að gáð var þetta bara fartölva sem var full af skemmtilegum myndum, allavega myndum, og hafði hún gengið manna í millum en enginn viljað kannast við hana.
Eftir að innihaldið hafði verið rannsakað var ákveðið að fartölvan myndi ganga áfram manna í millum…..:)
var eitthvað krassandi í þessari tölvu.