“Það bara má ekki geyma kassana svona hátt”!
“Ég bara skil ekki af hverju menn gera þetta” sagði Ninni aðspurður um hvað hafi valdið því að hann fann enga kassamiðarúllur um daginn, þegar engir kassamiðar fundust. “Það bara þýðir ekkert að setja kassana hátt upp ef þeir eiga að finnast. 1,55 er hámarkshæð sem setja má svona hluti í ef ég á að ná í þá. Annars bara sé ég þá ekki og það er ekki við mig að sakast”! “Þetta er allt annað mál fyrir svona himnalengjur eins og Palla, en það gengur ekki fyrir mig. Mér finnst líka að það eigi að taka fullt tillit til þeirra sem ná ekki jafn hátt og hinir og hafa hér litlar tröppur, svona 3 þrepa sem eru mjög hentugar fyrir svona meðalmenn eins og mig” Þar með var Ninni rokinn í tæki….