Júlíus liggur við bryggju í höfninni í Reykjavík, meðan beðið er eftir að viðgerð á skrúfu klárast, sem verður líklega í næstu viku. Eftir það verður hann tekinn í slipp á ný til að koma skrúfunni fyrir og þá er ekkert að vanbúnaði en að halda sem fyrst á veiðar, margir eru ábyggilega orðnir óþreyjufullir eftir að komast á sjó…
Á meðan skipið liggur við bryggju er verið að dytta að ýmsu, m.a. að bletta, mála og fínisera í lestinni. Þar er valinn maður í hverju rúmi, þeir Maggi og Ingi sem kalla ekki allt ömmu sína í málningarbransanum. Hafa þeir margan vegginn strokið með sínum penslum og víst er að fagmennskan er yfirþyrmandi í lestinni… Júllinn fékk nokkrar myndir frá Magga Snorra til að skreyta þessa frétt…