Borið hefur við að þvottur hafi horfið hér um borð úr þvottavélum eða við þær. Er þetta bagalegt fyrir þá sem eiga þennan þvott og er þeim sem eru í vitlausum nærbuxum og of litlum bolum bent góðfúslega á að skila þessu sem fyrst. “Það hlýtur að vera óþægilegt að ganga í annarra manna nærum og feta í þeirra bremsuför…. eða kannski ekki…!” sagði viðmælandi blaðsins hugsi, sem vildi ekki láta nafn síns getið. Kannski er þetta gert í þeim tilgangi því að menn verði léttklæddari hér um borð enda komið sumar.