Hér um borð eru reglulega þrifnar vistarverur, þar með talin stakkageymslan sem er sá staður sem menn klæðast vinnufatnaði sínum við störfin um borð. Undanfarið hefur borið á því, eftir að gólfið hefur verið þrifið og skrúbbað að þá birtast án undantekninga spor sem enginn vill kannast við. Þykir þetta hið dularfyllsta mál og Gestur sem einna helst hefur lent í þessu sporamáli er orðinn langþreyttur á að þurfa margþrífa stakkageymsluna.
Í samtali við Júllann vildi Gestur ekki staðhæfa neitt um hver ætti þessi spor, en segir að myndinar tali sínu máli. Hann hefur undir höndum myndir af sporunum og hyggst nota það sem sönnunargögn fari málið í hart. Einnig hefur hann undir höndum skó sem eftir rannsókn er talinn vera sá er sporaði út. En þá er að finna þann sem í skóna fór og þar þyngist þrautin….
Gestur gaf góðfúslega leyfi fyrir birtingu myndanna og vonaðist til að það hjálpaði við lausn málsins.
Allir þeir sem geta gefið upplýsingar um hver gæti hugsanlega verið valdur að þessu sporum, er bent á að snúa sér til Gests Magnússonar sem þiggur allar upplýsingar.