13. January 2011

Ekki samið án lausnar í útvegi – mbl.is

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

ljósm: MSnorrason

Ekki verður gengið frá kjarasamningum á almennum vinnumarkaði án þess að málefni sjávarútvegsins, hvað varðar nýtingu aflaheimilda, komist á hreint, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Þetta atriði var meðal þeirra sem rædd voru á fundi forystumanna SA með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í hádeginu í gær.

„Það verður að ljúka því starfi sem hófst með starfi endurskoðunarnefndarinnar og lauk með þeirri sátt sem þar náðist um samningaleið,“ segir Vilhjálmur. „Þetta þarf að gerast samhliða kjarasamningum þannig að sjávarútvegurinn geti horft fram á veginn og menn byrjað að taka ákvarðanir um fjárfestingar í greininni. Ekki er hægt að ganga frá kjarasamningum nema þetta sé komið á hreint.“

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *