“ Er að komast í gamla gírinn aftur!”

  • by fg
  • 15 Years ago
  • 0

Um borð í þessari veiðiferð er gamall skipverji, Dagbjartur að nafni og hann var kokkur hér fyrstu 5-6 ár þessa skips sem við störfum nú á. Blaðamaður tók hús á Dæa eins og hann er kallaður og innti hann eftir því hvort hann væri ekki glaður að vera kominn aftur í sitt gamla starf…. “Jú biddu fyrir þér lagsmaður, það er ekki ónýtt að vera kominn aftur, hér þekkir maður hvern krók og kima, gamlar og góðar minningar hrannast upp” segir Dæi og horfir raunamæddur á einn puttann á sér….eða það sem eftir er af honum. “Hér eru líka margir hlutir sem maður handlék hér á árum áður. Það kom mér nú samt á óvart að ég skyldi finna stígvélin mín aftur sem ég skildi eftir hérna bak við búrhurðina fyrir fjórtán árum síðan. Og alveg dámaði mér þegar ég fann uppáhalds nærbuxurnar mínar í skúffu í kokkaklefanum, þá urðu fagnaðarfundir,”  Dæi horfði dreyminn uppí loftið smástund en bætti svo við;” Hér er ég enn að nota sömu uppskriftabókina og ég notaði hér á árum áður og merkilegt nokk, maturinn smakkast alveg jafnvel og þá.  En það er alveg á hreinu að bjúgu verða sko ekki í matinn hjá mér, þið megið sko eiga þær allar.!” Þar með var Dæi rokinn að sjóða pylsur oní mannskapinn , en það var fyrsta máltíðin í túrnum. Þar með kveðjum við djarfa dátann Dagbjart sem er hvers manns hugljúfi hér um borð…

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *