Alls munu koma 6.390 tonn af þorski í hlut Íslands á grundvelli samnings Rússlands og Íslands, svonefnds Smugusamnings. Jafnframt fá Íslendingar rétt til að kaupa alls 2.396 tonnum af kvóta til viðbótar, að því er segir í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu.
Þá eru 1.278 tonnum af ýsu ráðstafað sem meðafla auk 639 tonnum í öðrum meðafla tegundum.
Samningurinn á rætur sínar í samningum sem gerðir voru um veiðar í Smugunni á árunum 1999 og 2000 og eru endurnýjaðir árlega, samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu.