Í dag kl 13.00 er boðaður fyrsti fundur samninganefndar Verk Vest við LÍÚ þar sem þær kröfur sem sjómenn fara fram á eru kynntar.
Á kjaramálaráðstefnu sem Verkvest hélt í haust og svo á fundi sjómannadeildarinnar 28 des sl. var endanlega gengið frá þeim kröfum sem leggja bæri áherslu á í komandi kjaraviðræðum. Að sögn Finnboga Sveinbjörnssonar formanns Verkalýðfélags Vestfirðinga hefði hann viljað sjá fleiri sjómenn koma að sínum málum en afar dræm þátttaka sjómanna olli honum vonbrigðum.