GagnkynGöngunni lokið…dræm þátttaka…

  • by fg
  • 14 Years ago
  • 0

Gangan hófst um kl 13.00  og gengið var úr stakkageymslunni, inn vinnslusalinn, uppá trolldekk, þaðan uppá bátaþilfar og síðan straujað sem leið lá í brúnna. Eftir stutt stopp þar var síðan haldið niður tröppurnar og  í borðsalinn þar sem kokkurinn ætlaði að bjóða uppá léttar veitingar. Það verður að segjast eins og er að þátttakan olli vonbrigðum, en búist hafði verið við miklum fjölda..allt uppí 20 manns. En kannski er um að kenna að tímasetningin var ekki hagstæð, því helmingur áhafnar var á frívakt og örugglega í fastasvefni. En samt eru aðstandendur þessarar göngu bjartsýnir, þetta er bara fyrsta gangan og verður vonandi árviss viðburður hér um borð.

 

Það er alltaf þannig þegar nýjir hlutir gerast sem hafa ekki verið iðkaðir áður að ekki er gert ráð fyrir öllu sem aflaga gæti farið. Td var kokkurinn ekki klár með veitingar þegar komið var í borðsalinn, og ekki var búið að ryðja gönguleiðina fyrirfram. En allt er þetta til að læra af og eitt er víst að næsta ganga sem farin verður að ári mun verða vel undirbúin…því nú vitum við hverju við stöndum frammi fyrir.

 

 

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *