Eins og allir vita stundaði Júlíus Geirmundsson ÍS 270 makrílveiðar sumarið 2011 með ágætum árangri. Einn var sá maður sem eftir þetta sumar er ókrýndur makrílkóngur en það er enginn annar er Gestur Magnússon yfirbaader. Telja menn hann vel að þessu heiðrí kominn, hann réri alla makríltúrana og undi hag sínum vel um borð. “Sumar? Hvað er nú það?” var viðkvæðið hjá Gesti síðasta sumar, en það fór alveg framhjá honum. Er honum voru færð tíðindin af vegsemdinni varð honum að orði…”Ja hérna, detta mér nú af mér allir dauðir makrílar…ekki átti ég nú von á þessu…
Gestur var hræður og þakkar að sjálfsögðu heiðurinn, “Menn mega bara reyna ná kórónunni af mér, ég læt hana ekki svo auðveldlega af hendi…!”
Já strákurinn stendur fyrir sínu mamma stolt af stráknum sinum!