Það rauluðu flestir skipverjar fyrir munni sér í dag….”Hæ hó jibbíjei og jibbijei , það er kominn 17 júní.” Samt var það í lágum hljóðum svo ekki bæri mikið á því á hvaða tónsviði menn umluðu þetta. Hér um borð gengur lífið sinn vanagang þótt um þjóðhátíð sé að ræða, kokkurinn sagðist aðspurður um hvað væri í matinn í kvöld að rétt væri að hafa þjóðarrétt Íslendinga…Eina með öllu! En svo brosti hann útí annað og sagðist nú ekki ætla að bjóða uppá pylsur heldur eitthvað gott….
Júllinn óskar landsmönnum öllum til hamingju með daginn!