Góður félagsskapur við eldavélina….

  • by fg
  • 12 Years ago
  • Comments Off

Um borð í þessari veiðiferð erum við með nýjan kokk í afleysingum. Það er hann Pétur Björn Pétursson sem vinnur í því  að reiða fram dýrindis mat alla daga og stendur sig með afbrigðum vel. Það verður að segjast eins og er að það er góð tilbreyting að fá Pétur um borð, með fullri virðingu fyrir hinum kokkunum, maturinn er listagóður og meira segja dúkkaði hann upp með egg og beikon einn daginn en það heyrir til undantekninga hér um borð að fá slíkt góðgæti.

Aðspurður sagði Pétur að honum líkaði þetta vel, gæti vel hugsað sér að gera meira af þessu.  Hann var reyndar hugsi yfir því að hér um borð væru margir aðstoðarkokkar, þó sérstaklega einn og einhverra hluta vegna réði hann ekki alveg einn því sem væri í matinn. „En ég held að allir vilji vel“ svaraði Pétur sposkur í bragði.

Pétur unir sér vel í eldhúsinu eins og myndin sýnir, ekki amalegur félagsskapur yfir eldavélinni og ekki laust við að einbeitingin yfir matseldinni eigi til að detta niður þegar vinkonan á veggnum blikkar….

Takk fyrir matinn Pétur!

  • facebook
  • googleplus
  • twitter
  • linkedin
  • linkedin
Previous «
Next »