Eins og komið hefur fram hafnaði Blaðamannafélag Íslands ritstjóra Júllans, Friðriki Gígja um inngöngu í félagið. Eftir margítrekaðar tilraunir tókst blm að ná tali af Friðrik og innti hann um viðbrögð við höfnun Blaðamannafélagsins.
Friðrik var greinilega niðurbrotinn og var ekki annað að sjá og heyra að þetta hafi verið honum mikið áfall.
„Ég verð að segja að þetta kom mér í opna skjöldu, ég reiknaði bara ekki með öðru en að þeir myndu samþykkja mig möglunarlaust inn í Blaðamannafélagið. Ég er jú blaðamaður, þótt í sjálfboðavinnu sé“
„Eru fréttir sem skrifaðar eru án greiðslu eitthvað verri fréttir en þær sem menn fá greitt fyrir, eru ekki þær fréttir litaðar af þeim sem greiða fyrir þær? Sama má segja um ljósmyndir þær sem birtast á jullinn.is, eru þær eitthvað verri en greiddar myndir? Ég held ekki…
Ég viðurkenni að ég er afar sár og svekktur yfir þessari höfnun, svo ekki sé meira sagt. Þetta kollvarpar öllum mínum framtíðaráformum og ég verð bara að hugsa minn gang uppá nýtt.
Aðspurður hvort eftirmálar yrðu af þessu máli sagðist Friðrik ekki gefa það upp, hann væri að fara yfir málið með lögfræðingadeild sinni og taka síðan afstöðu til málsins hvort um lögsókn yrði að ræða á hendur BÍ. Eða eins og ritstjórinn sagði, „Fyrst þeir vildu ekki umsóknina, þá er það spurning um lögsóknina…“
Það var greinileg biturð að finna hjá ritstjóranum, þetta viðtal reyndist blm júllans erfitt , það er alltaf vont að taka viðtal við niðurbrotið fólk…
Lesendur munu fá frekari fréttir af þessu viðkvæma máli eftir því sem atburðir gerast.
ég stið ritstjóra júllans heils hugar þetta verður tekið föstum tökum.MS LJÓSMYNDARI JÚLLANS.